NCSP-IS 2014

Flokkunarkerfið NCSP-IS tók gildi hér á landi árið 2004. Var það unnið í nánu samstarfi við útgefendur NCSP+ við Norrænu flokkunarmiðstöðina. Upphaflega var stefnt að því að íslenska kerfið endurspeglaði það enska árlega.

Kerfið tók miklum breytingum árlega til ársins 2007 og reyndist erfitt að halda samfellu í gögnum. Frá þeim tíma var íslenska útgáfan fryst og síðan þá hefur aðeins verið bætt við nýjum kóðum sem eiga uppruna í NCSP kerfinu.

NCSP-IS útgáfa 2014 samanstendur af 9,232 kóðum og bættust 44 nýir kóði við að þessu sinni og 29 féllu út.

NCSP-IS hefur ekki staðið undir væntingum um að mæta þörf fyrir ítarlegri skráningu á aðgerðum og úrlausnum eins og stefnt var að í upphafi. Þróun þessa kerfis til framtíðar, nýting þess og notagildi er í endurskoðun hjá Embætti landlæknis í samráði við þær stofnanir sem hafa þegar tekið það upp.

Aðilar sem ekki hafa tekið kerfið upp nú þegar er ráðið frá að gera það að svo stöddu án samráðs við heilbrigðisupplýsingasvið Embættis landlæknis. 


Fyrst birt 18.05.2012
Síðast uppfært 19.03.2014

<< Til baka