NCSP 2014

NCSP útgáfa 2014 samanstendur af 7,068 kóðum og bættust 45 nýir við að þessu sinni og 30 kóðar voru gerðir óvirkir. Útgáfan samsvarar útgáfu NCSP 1.16 hjá NOMESCO. Þýðingum nýrra kóða er ekki að fullu lokið en fyrir nýja kóða er enski textinn tæmandi.

Þetta er í fjórða sinn sem NCSP er gefið út í heild rafrænt, á íslensku og ensku með öllum tilheyrandi skýringartextum. Því er útgáfan á þrenns konar formi, styttri útgáfa á excel-formi, sem eins og áður hefur aðeins heiti kóða, lengri útgáfa á excel-formi með skýringartextum og loks gagnagrunnsform með tilheyrandi skráarlýsingu til birtingar í hugbúnaði heilbrigðisstofnana.

Rétt er að minna á að í fyrirmælum landlæknis um lágmarksskráningu í heilbrigðisþjónustuer mælt fyrir um að rafrænt birtingarform flokkunarkerfa birti skýringartexta við alla kóða samhliða vali þeirra til að styðja rétta skráningu.


Fyrst birt 19.03.2014
Síðast uppfært 19.03.2014

<< Til baka