ICD-10 2017

ICD-10 flokkurnarkerfið, útgáfa 2017, samanstendur af 12.613 kóðum. Einn kóði var gerður óvirkur nú og fjórir nýir bættust við.

Uppfærslur flokkunarkerfisins ICD-10 fylgja fyrirmælum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Útgáfa ICD-10 fyrir árið 2017 er með breytingum sem taka gildi nú þegar. 

ICD-10 er nú í fimmta sinn gefið út rafrænt, á íslensku og ensku með öllum tilheyrandi skýringartextum. Því er útgáfan á þrenns konar formi, styttri útgáfa á excel-formi, sem eins og áður hefur aðeins heiti kóða, lengri útgáfa á excel-formi með skýringartextum og loks gagnagrunnsform með skráarlýsingu til birtingar í hugbúnaði heilbrigðisstofnana.


Samantekt yfir breytingar er að finna í excel-skránum, nýja kóða og ógilda, auk nýrra þýðinga. Þýðingum nýrra kóða er ekki að fullu lokið en fyrir nýja kóða er enski textinn tæmandi.

Rétt er að minna á að í fyrirmælum landlæknis um lágmarksskráningu í heilbrigðisþjónustu er mælt fyrir um að rafrænt birtingarform flokkunarkerfa birti skýringartexta við alla kóða samhliða vali þeirra til að styðja rétta skráningu.


Fyrst birt 16.01.2017
Síðast uppfært 16.01.2017

<< Til baka