Heimaþjónusta ljósmæðra

Faglegar leiðbeiningar fyrir heimaþjónustu ljósmæðra. Endurskoðuð útgáfa 2014. (PDF)

Höfundur leiðbeininganna er Hildur Sigurðardóttir, lektor við Háskóla Íslands við Háskóla Íslands og ljósmóðir. Hildur endurskoðaði leiðbeiningarnar í febrúar 2014 í samráði við Berglindi Hálfdánsdóttur ljósmóður, fulltrúa Ljósmæðrafélags Íslands, Þórð Þorkelsson barnalækni, yfirlækni nýburasviðs LSH, og fagráð ljósmæðra í heimþjónustu.

Leiðbeiningarnar komu fyrst úr árið 2009 og þá starfaði, auk höfundar, vinnuhópur um gerð þeirra sem í sátu ljósmæðurnar Hildur Kristjánsdóttir, Berglind Hálfdánsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Unnur Berglind Friðriksdóttir auk Önnu Bjargar Aradóttur, yfirhjúkrunarfræðings hjá Landlæknisembættinu.

Tilgangur leiðbeininganna er að samræma fagleg viðmið um heimaþjónustu ljósmæðra til sængurkvenna, byggð á gagnreyndri þekkingu, í því augnamiði að tryggja gæði þjónustunnar og öryggi skjólstæðinganna. Leiðbeiningarnar eru settar fram með það í huga að stuðla að upplýstu vali móður/foreldra um þjónustu í sængurlegu.

Ljósmæðrum í heimaþjónustu ber að kynna sér þessar leiðbeiningar og nýta sér þær í samstarfi við þær konur og fjölskyldur sem þær annast.

Gerð leiðbeininganna er samstarfsverkefni Landlæknisembættisins og Ljósmæðrafélags Íslands.

 

 


Fyrst birt 27.04.2012
Síðast uppfært 09.12.2015

<< Til baka