Minnst 30 mínútna hreyfing daglega - allt telur

Sjá stærri myndSjá stærri myndSjá stærri mynd

Flestir vita að það er mikilvægt að bursta tennurnar daglega til að viðhalda munnheilsu og taka því upp tannburstann kvölds og morgna. Að sama skapi eru líklega flestir meðvitaðir um mikilvægi reglulegrar hreyfingar fyrir heilsuna en reynist oftar en ekki erfitt að fylgja þekkingunni eftir, þ.e. að ástunda reglulega hreyfingu. Af hverju?

Flestir vita að það er mikilvægt að bursta tennurnar daglega til að viðhalda munnheilsu og taka því upp tannburstann kvölds og morgna. Að sama skapi eru líklega flestir meðvitaðir um mikilvægi reglulegrar hreyfingar fyrir heilsuna en reynist oftar en ekki erfitt að fylgja þekkingunni eftir, þ.e. að ástunda reglulega hreyfingu. Af hverju?

Fólk gefur ýmsar skýringar á hreyfingarleysi og þá m.a. tímaskort. Það getur aftur skýrst af því að sumir hafa kannski óraunhæfa hugmynd um það hversu mikið þarf að hreyfa sig til að það skili bættri heilsu og vellíðan.

Öll hreyfing er betri en engin hreyfing en almennar ráðleggingar miða við að fullorðnir hreyfi sig rösklega í minnst 30 mínútur daglega og börn hreyfi sig í minnst 60 mínútur daglega. Það þarf því alls ekki svo langan tíma til að hreyfa sig til að hafa jákvæð áhrif á heilsuna en aukinni hreyfingu fylgir aukinn ávinningur. Mestur ávinningur er í húfi fyrir kyrrsetufólk sem byrjar að hreyfa sig.

Þegar vel er að gáð ættu flestir að geta komið 30 mínútna hreyfingu inn í dagskipulagið, annað hvort í einni lotu eða í 2-3 styttri lotum - og munum að allt telur. Það er því hollt að staldra reglulega við og kanna hvernig hreyfimynstrið er í daglegu lífi:

  1. Hversu mikið hreyfi ég mig í vinnunni? Nota ég stigann eða verður lyftan fyrir valinu? Nota ég alltaf rafrænar leiðir til að eiga samskipti við vinnufélagana í stað þess að standa reglulega upp, teygja úr mér og bera erindið upp í eigin persónu? Hvað geri ég í hádeginu og öðrum hléum? Ýtir klæðnaðurinn minn undir hreyfingu, eru t.d. skórnir þægilegir?
  2. Hversu mikið hreyfi ég mig í frístundum, s.s. heimavið með fjölskyldunni? Hvað fer langur tími daglega í sjónvarpsáhorf eða óvinnutengda setu við tölvuna? Hvernig nýtum við skipulögð og óskipulögð tækifæri til útivistar og heilsuræktar sem bjóðast í nánasta umhverfi, s.s. göngustíga, græn svæði og/eða tilboð íþróttafélaga og heilsuræktarstöðva?
  3. 3. Hvernig ferðast ég á milli staða? Gæti ég með betra skipulagi gengið, hjólað eða nýtt almenningssamgöngur einhverja eða alla daga? Legg ég eins nálægt áfangastað og mögulegt er eða vel ég stæði sem er lengra í burtu? Hvernig er ferðamáti barnanna í skólann?
  4. 4. Hvernig er mataræðið og svefnvenjurnar? Hreyfing veitir okkur aukna vellíðan, kraft og hjálpar okkur að slaka á. Takmarkaður nætursvefn og óreglulegt máltíðamynstur draga hins vegar úr orku og þar með lönguninni til að hreyfa sig.

Allt telur og því er notkun á skrefamæli ágæt leið til að meta hreyfingu í daglegu lífi. Algengt viðmið fyrir fullorðna er að ná minnst 10,000 skrefum yfir daginn. Ef það er fjarlægt markmið er um að gera að skoða hreyfimynstrið og leita leiða til að fjölga skrefunum smám saman. Mestu máli skiptir að stunda hreyfingu í samræmi við getu og áhuga og að hún veiti okkur vellíðan.

  • Stundum hreyfingu sem veitir okkur vellíðan, miðað við getu og áhuga
  • Fullorðnir hreyfi sig rösklega í minnst 30 mínútur daglega
  • Börn hreyfi sig rösklega í minnst 60 mínútur daglega
  • Markmið fyrir fullorðna er að ná minnst 10,000 skrefum yfir daginn

 

Gígja Gunnarsdóttir, íþróttafræðingur

verkefnisstjóri hreyfingar

Lýðheilsustöð


Fyrst birt 28.02.2006

<< Til baka