22.12.22

Öndunarfærasýkingar. Vika 50 árið 2022

Í síðustu viku varð aukning á greiningum COVID-19, inflúensu og RSV hér á landi. Innlögnum á sjúkrahús vegna inflúensu fjölgaði, fækkaði vegna COVID-19 en stóðu í stað vegna RSV.  Í samantekt um viku 50 er farið nánar yfir síðastliðna viku.

Sóttvarnir draga úr líkum á að smitast og að smita aðra. Við viljum minna alla á að:

 • Fylgja tilmælum um bólusetningu.
 • Halda sig til hlés í veikindum.
 • Forðast umgengi við ung börn og aðra viðkvæma ef með einkenni.
 • Hylja nef og munn við hósta og hnerra.
 • Sinna handhreinsun.
 • Nota grímu við ákveðnar aðstæður eins og á heilbrigðisstofnunum þ.m.t. biðstofum.
 • Lofta út.
 • Forðast fjölmenni og halda fjarlægð eins og hægt er.

 

 Mælt er með inflúensubólusetningu og COVID-19 örvunarbólusetningu fyrir:

 • Alla einstaklinga 60 ára og eldri.
 • Börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
 • Barnshafandi konur (bólusetningu fyrir inflúensu má gera á öllum þriðjungum meðgöngu en fyrir COVID-19 á öðrum og þriðja þriðjungi).
 • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga sem taldir eru upp hér að ofan.

Sjá nánar um COVID-19 bólusetningar hér þ.m.t. tilmæli um örvunarbólusetningu á 4ja mánaða fresti fyrir alla 60 ára og eldri, og börn og fullorðna með langvinna sjúkdóma.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka