13.12.22

Lausnarmót Heilsutækniklasans

Vakin er athygli á Lausnarmóti Heilsutækniklasans 2023 en embætti landlæknis er samstarfsaðili þess. Lausnarmótið er lengri útgáfa af hakkaþoni sem stendur yfir frá janúar til maí 2023. Markmið þess er að búa til notendamiðaðar heilbrigðislausnir með hugsun, ferlum og aðferðum nýsköpunar. Þátttakendur vinna með sérfræðingum frá Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og embætti landlæknis að þróun lausnar sinnar.

Frekari upplýsingar eru á vef Heilsutækniklasans. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2023.

<< Til baka