01.12.22

Öndunarfærasýkingar. Vika 47 árið 2022

Aukning er í greiningum á inflúensu, einnig er mikið af greiningum á öðrum öndunarfæraveirum og fjöldi innlagna vegna COVID-19 og inflúensu hefur aukist. Alvarleg veikindi vegna inflúensu og COVID-19 hjá áhættuhópum, sérstaklega 60 ára og eldri, má hindra með bólusetningum en þátttaka 60-69 ára í þeim er slakari en þeirra sem eldri eru. Veirulyf snemma í inflúensuveikindum geta dregið úr alvarleika veikinda og dreifingu til annarra. Persónubundnar smitvarnir, s.s. að halda sig til hlés í veikindum, handhreinsun, grímunotkun á heilbrigðisstofnunum þ.m.t. biðstofum, að forðast umgengi við ungbörn, sérstaklega nýbura, og aðra í áhættuhópum meðan einkenni eru til staðar, getur dregið úr smiti til annarra og þar með alvarlegum veikindum meðal áhættuhópa. Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga og innlagna vegna þeirra síðastliðna vikuna.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka