24.10.22

Sérfræðingur óskast á sóttvarnasvið hjá embætti landlæknis

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á sóttvarnasviði með áherslu á gerð viðbragðsáætlana, framkvæmd þeirra og æfinga. Viðkomandi vinnur einnig að öðrum verkefnum á sóttvarnasviði m.a. gerð leiðbeininga og er tengiliður við sóttvarnastofnun Evrópu varðandi viðbragðsáætlanir.

Í boði er áhugavert, fjölbreytt og krefjandi starf þar sem reynir á frumkvæði, fagmennsku og samskiptafærni. Viðkomandi vinnur í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga á sóttvarnasviði sem og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 

Nánar um verkefni sóttvarnasviðs má sjá á vef embættis landlæknis

Frekari upplýsingar um starfið, helstu verkefni og hæfniskröfur, ásamt umsókn má finna hér.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka