21.09.22

Norræn fjarráðstefna um hreyfingu 27. október

 Fimmtudaginn 27. október nk. standa Norðurlöndin saman að rafrænni ráðstefnu um hreyfingu, „the Nordic Countries on the move“Ráðstefnan er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og hefur norska landlæknisembættið stýrt undirbúningi hennar í samstarfi við systurstofnanir á hinu Norðurlöndunum m.a. embætti landlæknis hér á landi.  

Dagskráin  hefst kl. 10 að íslenskum tíma (12:00 CET) þar sem m.a. Daníel Svíaprins og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flytja ávörp. Ráðstefnan er öllum opin og ekkert þátttökugjald en þátttakendur þurfa að skrá sig.

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér á vefsíðu ráðstefnunnar https://nordicconference.webflow.io/ 

Gígja Gunnarsdóttir
verkefnastjóri hreyfingar og Heilsueflandi samfélags

<< Til baka