20.09.22

Málþing til heiðurs Þórólfi Guðnasyni

Betur vinnur vit en strit — gildi vísinda og nýsköpunar í heimsfaraldri

Föstudaginn 23. september 2022 verður málþing haldið til heiðurs Þórólfi Guðnasyni, fyrrum sóttvarnalæknir, í tilefni starfsloka hans.

Málþingið verður haldið í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 í Reykjavík og hefst dagskrá klukkan 13:00 og stendur til 16:00. Málþingið verður tekið upp og því aðgengilegt síðar fyrir þá sem ekki komast. Málþingið er opið öllum, en þeir sem unnu með Þórólfi eru sérstaklega velkomnir.

Fundarstjóri verður Alma D. Möller, landlæknir.


Dagskrá

13.00–13.05

Inngangur fundarstjóra. Alma D. Möller landlæknir.

13.05 –13.15

Setning. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

13.15–13.35

Mannlegur fjölbreytileiki. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 

13.35–13.55

Vöktun lýðheilsu/Notkun spálíkana. Unnur Anna Valdimarsdóttir prófessor og Thor Aspelund prófessor, Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.

13.55–14.10

Meðan öldur á Eiðinu brotna. Jón Steinar Jónsson, yfirlæknir á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.

14.1014.50

Hlé og léttar veitingar

14.50–15.00

Notkun vísindagagna við sviðsmyndagerð almannavarna. Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna.

15.00–15.20  

Viðbrögð Landspítala: vísindi og nýsköpun í öndvegi. Runólfur Pálsson, prófessor og forstjóri Landspítala.

15.20–15.30

Hver er maðurinn? Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir.

15.30–15-50

Litið yfir farinn veg. Þórólfur Guðnason fyrrum sóttvarnalæknir.

15.50–16.00

Slit.

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
kjartanh@landlaeknir.is

 

<< Til baka