03.08.22

Hætta á heilsutjóni vegna loftmengunar í nágrenni eldstöðva

Eldgos er hafið að nýju á Reykjanesi í vestanverðum Merardölum (innan Fagradalsfjallakerfisins). Hraun og gas kemur út um 300 m langa sprungu en engin aska greinist í andrúmsloftinu. Grófar áætlanir benda til þess að gasmökkurinn nái á milli 500 m og 1 km hæð. Áhrif á flugumferð eru talin óveruleg. Almannavarnir hafa gefið út að innviðir virðast ekki í hættu en fólk er beðið um að halda sig frá svæðinu og huga að mögulegri gasmengun.

Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á fræðslubæklingi fyrir almenning varðandi hættu á heilsutjóni vegna loftmengunar í nágrenni eldstöðva. Þessi bæklingur var unnin í sameiningu af ýmsum stofnunum og félagasamtökum. Í bæklingnum eru hugsanleg áhrif loftmengunar á heilsufar manna útskýrðar og þar má finna upplýsingar um hvernig helst má verja sig gegn loftmengun vegna eldgosa.

Frekari leiðbeiningar og hlekkir á ýmsar upplýsingar eru á vef embættis landlæknis.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka