Nýjar norrænar næringarráðleggingar, NNR2022, fleiri kaflar til umagnar
Nú gefst sérfræðingum og öðrum áhugasömum færi á að gera athugasemdir við fleiri kafla í tengslum við endurskoðun á norrænum næringarráðleggingum. Þeir kaflar sem nú eru til umsagnar eru: Vökva og vatnsjafnvægi, máltíðamynstur, A-vítamín, K-vítamín, joð, fólat, kalk, kalíum, fita og olíur.
Opið er fyrir umsagnir til 16. ágúst fyrir fyrstu fjóra kaflana, til 29. ágúst fyrir joð og til 9. september fyrir fjóra síðast töldu kaflana.
Þeir sem vilja fá sendar tilkynningar beint, þegar nýir kaflar koma til umsagnar, geta skráð sig á heimasíðu NNR2022.
Nordic Nutrition Recommendations 2022
NNR2022 chapters – Public consultation
Nánari upplýsingar veita
Hólmfríður Þorgeirsdóttir
netfang: holmfridur.thorgeirsdottir@landlaeknir.is
og Jóhanna Eyrún Torfadóttir
netfang: johanna.e.torfadottir@landlaeknir.is
verkefnisstjórar næringar