13.06.22

Þriðja tilfelli apabólu greinist á Íslandi

Nú um helgina, eða þann 11. júní síðastliðinn, greindist hér þriðji einstaklingurinn með apabólu. Um er að ræða karlmann á miðjum aldri sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu. Smitið er rakið til ferðar í Evrópu. Viðkomandi er ekki alvarlega veikur og dvelur heima í einangrun.

 Sóttvarnalæknir

<< Til baka