30.05.22

Gögn vegna umsókna um starfsleyfi

Allir umsækjendur um starfsleyfi löggiltrar heilbrigðisstéttar þurfa að leggja fram frumrit eða staðfest afrit af prófskírteini frá viðkomandi menntastofnun. Ekki nægir að leggja fram vottorð þess efnis að umsækjandi hafi lokið tilskildum einingum í námi án þess að prófskírteini liggi fyrir. Öll gögn þurfa að vera frumrit eða staðfest afrit og skulu berast með bréfpósti eða beint í móttöku embættisins.

Umsóknir eru afgreiddar eins hratt og mögulegt er.  Athygli er vakin á því á að ekki er unnt að verða við óskum um flýtimeðferð einstakra mála.

Leyfisveitingateymi

<< Til baka