12.05.22

Starf sóttvarnalæknis laust til umsóknar

Embætti landlæknis auglýsir starf sóttvarnalæknis laust til umsóknar. Um starf sóttvarnalæknis fer samkvæmt sóttvarnalögum nr. 19/1997 með síðari breytingum, reglugerðum sem og öðrum lögum eftir því sem við á. Í sóttvarnalögum segir að embætti landlæknis beri ábyrgð á framkvæmd sóttvarna undir yfirstjórn ráðherra. Enn fremur að við embætti landlæknis skuli starfa sóttvarnalæknir sem ber ábyrgð á sóttvörnum.  

Sóttvarnalæknir er jafnframt sviðsstjóri sóttvarnarsviðs og situr í framkvæmdastjórn embættisins. 

Umsóknarfrestur er til og með 13.06.2022

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september 2022.

Sótt er um starfið á Starfatorg þar sem m.a. finna má upplýsingar um helstu verkefni, ábyrgð og hæfniskröfur.

<< Til baka