07.04.22

Nýr Talnabrunnur kominn út

Nýtt tölublað Talnabrunns, fréttabréfs landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, hefur verið gefið út. Að þessu sinni er fjallað um líðan fullorðinna, einkum hvað varðar andlega heilsu, svefn, streitu, einmanaleika, hamingju og velsæld. Í greininni eru þessir þættir einnig skoðaðir sérstaklega í tengslum við fjárhagserfiðleika sem eru mikilvægur áhrifaþáttur heilbrigðis og vellíðanar.

Höfundar efnis eru Sigrún Daníelsdóttir og Jón Óskar Guðlaugsson

Ritstjóri Talnabrunns er Hildur Björk Sigbjörnsdóttir.

Lesa nánar: Talnabrunnur, 16. árgangur. 4. tölublað. Apríl 2022.

<< Til baka