01.04.22

Endursmit COVID-19 á Íslandi

Með tilkomu ómíkron afbrigðis SARS-CoV-2 veirunnar sem veldur COVID-19 varð gífurleg aukning á smitum í samfélaginu á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Ómíkrón greindist fyrst í desember 2021 en hafði náð yfirhöndinni yfir delta afbrigðinu í janúar 2022. Hér á landi hefur verið greiður aðgangur að gjaldfrjálsri sýnatöku vegna COVID-19 og voru PCR próf eingöngu notuð til að staðfesta smit þangað til skipt var yfir í hraðpróf í lok febrúarmánaðar 2022. Sóttvarnalæknir fær sendar allar rannsóknarniðurstöður enda COVID-19 tilkynningarskyldur sjúkdómur. Endursmit hérlendis er skilgreint í samræmi við leiðbeiningar sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) ef sami einstaklingur greinist tvisvar og 60 dagar eða meira eru á milli greininga. Í ákveðnum tilfellum hefur endursmit verið skilgreint innan 60 daga skv. mati COVID-19 göngudeildar Landspítala.

Samtals hafa 180.726 greinst með COVID-19 á Íslandi (28. mars 2022). Fyrir áramót 2022 greindust samtals 30.487 manns með COVID-19 hérlendis en eftir áramót hafa greinst 150.239 manns. Endursmit hefur greinst hjá 3.972. Af endursmitum hafa sex manns greinst þrisvar sinnum en aðrir tvisvar sinnum:

  Seinna smit fyrir 1. jan. Seinna smit eftir 1. jan. Samtals
Fyrra smit fyrir 1. jan. 246 3560 3806
Fyrra smit eftir 1. jan.   166 166
Samtals 246 3726 3972

 

Ef tekið er einfalt hlutfall af þeim 30.487 sem smituðust fyrir áramót (fyrir ómíkron) hafa 3.560 eða 11,7% smitast aftur eftir áramót í ómíkron bylgju. Þá höfðu 246 smitast tvisvar fyrir áramót eða tæp 1% af öllum smituðum þá. Frá áramótum þar til nú hafa 166 smitast tvisvar, eða 0,1%. Eingöngu er miðað við staðfest smit (PCR eða hraðpróf hjá viðurkenndum sýnatökustöðum hérlendis).

Að meðaltali liðu 317 dagar (miðgildi 219, bil 30–714) frá fyrra smiti að endursmiti.

Endursmit hafa greinst í öllum aldurshópum en eru heldur algengari í yngri aldurshópum. Þetta er í samræmi við nýlega rannsókn frá Ísrael en líklega eru þeir yngri meira útsettir auk þess sem þeir eldri fara hugsanlega varlegar. Taflan sýnir yfirlit yfir öll endursmit hjá einstaklingum eftir aldri í faraldrinum hingað til:

Aldur við smit Fjöldi endursmita

Fjöldi einstaklinga
greinst með smit

%
09 368 21866 1,68
1019 736 28830 2,55
2029 959 30182 3,18
3039 761 30099 2,53
4049 608 25595 2,38
5059 338 18924 1,79
6069 156 13025 1,20
7079 26 5705 0,46
80+ 20 2480 0,81
Samtals 3972 176706 2,25

 

Af þeim sem greindust tvisvar lögðust 13 inn á Landspítala með eða vegna COVID-19 (höfum ekki upplýsingar um önnur sjúkrahús) en fjórir lögðust inn vegna COVID-19. Allir fjórir lögðust inn vegna seinni sýkingar en þar af var einn sem lagðist inn bæði vegna fyrri og seinni sýkingar.

Um 80% landsmanna eru fullbólusett og tæp 70% fullorðinna hafa fengið örvunarskammt. Verið er að skoða endursmit m.t.t. bólusetningarstöðu.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka