28.03.22

Nýjar norrænar næringarráðleggingar, NNR2022, til umsagnar

 Nú gefst sérfræðingum og öðrum áhugasömum færi á að gera athugasemdir við fyrsta hluta á endurskoðuðum norrænum næringarráðleggingum. Byrjað er á vítamíninu ríbóflavíni (B2). Síðan munu fylgja eftir rúmlega fimmtíu næringarefni og fæðuflokkar. Höfundar kaflans um ríbóflavín mæla með óbreyttum ráðleggingum í NNR2022.

Mikill fjöldi norrænna sérfræðinga hefur unnið að endurskoðun ráðlegginganna sem nú verður byrjað að veita umsögn um. Opið verður fyrir umsagnir í fjórar vikur fyrir hvern kafla. Þeir sem vilja fá sendar tilkynningar beint þegar nýir kaflar koma til umsagnar geta skráð sig á heimasíðu  NNR2022

Norrænu næringarráðleggingarnar eru grundvöllur fyrir ráðleggingar um mataræði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Í nýjum ráðleggingum verður meira tillit tekið til umhverfisþátta en í fyrri ráðleggingum.

Norrænn vinnuhópur, með fulltrúum frá öllum Norðurlöndunum, leiðir vinnuna og er Noregur í forsvari fyrir verkefninu sem er að mestu kostað af Norrænu ráðherranefndinni.

Nordic Nutrition Recommendations 2022

NNR2022 chapters – Public consultation

Nánari upplýsingar veita 

Hólmfríður Þorgeirsdóttir
netfang: holmfridur.thorgeirsdottir@landlaeknir.is
og Jóhanna Eyrún Torfadóttir
netfang: johanna.e.torfadottir@landlaeknir.is

verkefnisstjórar næringar

<< Til baka