Óskum eftir að ráða sérfræðing á sviði heilbrigðisupplýsinga
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á heilbrigðisupplýsingasviði við vinnslu og miðlun starfsemisupplýsinga sjúkrahúsa í tengslum við innleiðingu og þróun þjónustutengdrar fjármögnunar.
Sótt er um starfið á Starfatorg þar sem einnig eru nánari upplýsingar.
Á heilbrigðisupplýsingasviði embættisins er unnið að fjölmörgum spennandi verkefnum. Sviðið rekur gagnasöfn á landsvísu og er gagnasöfnun og gagnagreiningu embættisins ætlað að uppfylla margs konar þarfir. Má þar nefna stuðning við stefnu og aðgerðir heilbrigðisyfirvalda og ber sviðið m.a. ábyrgð á gagnagreiningu og miðlun tölfræði um heilsufar, sjúkdómabyrði og starfsemi heilbrigðisþjónustu sem nýtist m.a. við fjármögnun þjónustunnar.
Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á almenna þekkingu í gagnagreiningu, öguð vinnubrögð, nákvæmni, samskiptahæfni og fagmennsku. Um nýtt starf er að ræða og mun viðkomandi aðili taka þátt í þróun þess. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri heilbrigðisupplýsingasviðs en viðkomandi mun vinna í teymi sérfræðinga á sviðinu og í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga embættisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- DRG (Diagnosis-Related Groups) flokkun starfsemisupplýsinga frá sjúkrahúsum
- Samskipti við skráningaraðila í tengslum við DRG-vinnslu upplýsinga
- Samskipti við Sjúkratryggingar Íslands vegna notkunar DRG-flokkunar til fjármögnunar
- Þátttaka í gerð fræðsluefnis og leiðbeininga til skráningaraðila
- Þátttaka í Norrænu DRG-samstarfi
- Þátttaka í tölfræðilegri greiningu starfsemisupplýsinga
- Þátttaka í teymum sem vinna að greiningu og túlkun heilbrigðisupplýsinga
- Svara fyrirspurnum og erindum vegna ofangreindra verkefna
Hæfniskröfur
- Háskólapróf sem veitir sterkan grunn í skráningu, gagnavinnslu og gagnagreiningu í heilbrigðisþjónustu, t.d. nám á sviði heilbrigðisvísinda
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg t.d. rannsóknatengt framhaldsnám
- Þekking og reynsla af tölfræðilegri greiningu gagna er skilyrði
- Þekking og reynsla af vinnu með gagnagrunna er skilyrði
- Þekking og reynsla af greiningu starfsemisupplýsinga sjúkrahúsa er kostur
- Þekking og reynsla af DRG-fjármögnunarkerfinu er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta og ritfærni
- Metnaður, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og geta til að vinna í teymum og sjálfstætt
- Góð færni í íslensku og ensku og gott vald á rituðu máli
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 21.03.2022
Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Haraldsd. Elínardóttir - shara@landlaeknir.is - 510 1900
Þórgunnur Hjaltadóttir - thorgunnur@landlaeknir.is - 510 1900