11.01.22

Vegna skráningar barna í varanlegu fóstri í bólusetningu gegn COVID-19

Barnavernd ein er skráð forsjáraðili í gögnum sem sóttvarnalæknir hefur frá Þjóðskrá og er því enginn sem fær aðgang að barni á skraning.covid.is. Þetta mun ekki hindra bólusetninguna ef fósturforeldrar sækjast eftir henni. Fósturforeldrar mæta með barnið ef það á að fá bólusetninguna, með skilríki sín og hvers konar staðfestingu frá Barnavernd á varanlegu fóstri. Höfnun má senda á mottaka@landlaeknir.is ef ekki stendur til að bólusetja yfirhöfuð. Ekki þarf að senda sérstaka afstöðu ef bólusetning bíður vegna nýlegs COVID-19 smits í þessu samhengi, heldur hafa samband við viðkomandi heilsugæslu upp á heppilega tímasetningu þeirrar bólusetningar.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka