19.11.21

Nýtt eyðublað – fyrir umsókn um áframhaldandi undanþágu til að veita heilbrigðisþjónustu á eigin starfsstofu eftir 75 ára aldur.

Embætti landlæknis hefur gefið nýtt eyðublað fyrir umsókn um áframhaldandi undanþágu til að veita heilbrigðisþjónustu á eigin starfsstofu eftir 75 ára aldur. Nýtt eyðublað tekur gildi frá og með 19. nóvember 2021.

Samkvæmt 4. gr. reglugerðarinnar nr. 620/2014 skal umsækjandi veita upplýsingar um tegund og umfang starfsemi sinnar frá þeim tíma sem fyrri undanþága var gefin út og landlæknir metur hvort rekstur starfsstofu uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði í heilbrigðislöggjöf.

Hægt er að nálgast eyðublaðið undir Eyðublöð og umsóknir og Rekstur heilbrigðisþjónustu.

Leyfisveitingateymið

 

<< Til baka