Nýtt eyðublað - tilkynning um breytingu á rekstri heilbrigðisþjónustu
Embætti landlæknis hefur gefið út nýtt eyðublað fyrir tilkynningu um breytingu á rekstri í heilbrigðisþjónustu sem tekur gildi frá og með 28. október 2021.
Heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem hyggjast hefja rekstur heilbrigðisþjónustu ber að tilkynna það til landlæknis. Er það í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og glugga og um landlækni og lýðheilsu nr. 40/2007 . Rekstraraðilum ber einnig að tilkynna til landlæknis verði breytingar á þjónustu þeirra eða rekstrinum hætt.
Tilkynningu um breytingu á rekstri heilbrigðisþjónustu má nálgast á vef embættisins á vefsíðunni Umsóknir og eyðublöð .
Undirritaða tilkynningu ásamt fylgiskjölum (ef við á) skal senda embætti landlæknis, Katrínartúni 2, 6. hæð, 105 Reykjavík eða á netfangið mottaka@landlaeknir.is
Leyfisveitingateymið