29.09.21

Aukaverkanir eftir bólusetningar 12–15 ára barna gegn COVID-19

Fjöldabólusetningar 12–15 ára með seinni skammti af bóluefni Pfizer/BioNTech gegn COVID-19 fóru fram í viku 37 og eru því tvær vikur liðnar frá þeim í þessari viku.

Fram til dagsins í dag hafa fáar alvarlegar aukaverkanir verið tilkynntar eftir bólusetningarnar hjá þessum aldurshópi. Engin tilvik hjartabólgu eða gollurshússbólgu eftir bólusetningu 12–15 ára barna hafa verið staðfest á Barnaspítala Hringsins né tilkynnt til Lyfjastofnunar fram til 28. september. Mest hætta er á þessum aukaverkunum fyrstu 3–4 dagana eftir seinni bólusetningu en þær geta komið fram allt að 3–4 vikum eftir bólusetninguna.

Lyfjastofnun, sóttvarnalæknir og læknar Barnaspítala fylgjast áfram grannt með mögulegum aukaverkunum í þessum aldurshópi. Yfirlit yfir tilkynntar aukaverkanir í aldurshópnum 12–17 ára er birt reglulega á vef embættis landlæknis.

Sjá nánar: Aukaverkanir eftir bólusetningar barna gegn COVID-19

Sóttvarnalæknir

<< Til baka