16.09.21

Eftirlit með vottorðum vegna COVID-19 á landamærum Íslands

Varðandi verklag á landamærum Íslands við skoðun vottorða þá vill sóttvarnalæknir að gefnu tilefni benda á að ekki eru alltaf skoðuð öll vottorð hjá öllum komufarþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Á ákveðnum álagstímum mun hluti farþega sem er skráður með bólusetningarvottorð eða vottorð um afstaðna sýkingu fara í gegn án skoðunar á vottorðum til að koma í veg fyrir mannmergð og of langan biðtíma farþega. Þá er einnig tekið slembiúrtak í skoðun neikvæðra PCR-/hraðgreiningaprófa eins og verið hefur. Á þessum álagstímum mun lögregla taka slembiúrtak farþega og spyrja um vottorð og þeir sem hafa ekki tilskilin vottorð geta átt von á sektum sbr. reglugerð.

Forskráning farþega er eftir sem áður skoðuð (skönnuð) hjá öllum og þeir sem þurfa að fara í tvær sýnatökur og sóttkví gera það áfram og þeir sem þurfa að fara í sýnatöku vegna tengsla fá sent sitt strikamerki.

Á öðrum tímum er vottorðaskoðun eftir hefðbundinni leið og vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu skoðuð hjá öllum sem og slembiúrtak neikvæðra prófa.

Einnig verða farþegar nú spurðir að því hvort flugfélag hafi staðfest upplýsingar fyrir byrðingu.

Þetta fyrirkomulag er unnið í sameiningu og með vitund heilbrigðisráðuneytis, heilsugæslu, sóttvarnalæknis og landamæralögreglu.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka