29.06.21

Bólusetningar við COVID-19 í viku 26, 28. júní – 04. júlí

Tæplega 50 þúsund einstaklingar verða bólusettir í vikunni. Langflestir eru að fá seinni skammtinn af bólusetningunni.

Um 26 þúsund manns fá seinni skammtinn af AstraZenica bóluefni og um 4 þúsund fá Moderna. Um 18 þúsund einstaklingar fá bóluefni Pfizer, langflestir seinni skammtinn.

Nánar um bólusetningar á covid.is, á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og á vef embættis landlæknis.

 

Sóttvarnalæknir

<< Til baka