22.06.21

Ársskýrsla embættis landlæknis 2020 er komin út

 Ársskýrsla embættis landlæknis fyrir árið 2020 er komin út á vef embættisins.

Í inngangi ársskýrslunnar segir Alma D. Möller, landlæknir; „Þegar fyrsta smit kórónuveirunnar, SARS-CoV-2 greindist, þann 28. febrúar 2020 hófst atburðarrás sem fáa hafði órað fyrir. Starf embættisins meðan á fyrstu bylgju stóð, snérist að langmestu leyti um viðbrögð við faraldrinum. Landlæknir og sóttvarnalæknir voru meðal annars heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn til ráðgjafar og starfsfólk sóttvarnasviðs vann náið með almannavörnum, að viðbragði og upplýsingamiðlun, meðal annars með útgáfu ótal leiðbeininga. Starfsfólk allra sviða lagðist á eitt við að leysa fjölda flókinna verkefna, sem tengdust faraldrinum".

Í ársskýrslunni er fjallað um þetta viðburðaríka ár, helstu viðfangsefni og aðaláherslur starfsáætlunar. Mjög hefur dregið úr birtingu talnaefnis í ársskýrslunni. Þess í stað er vísað með hlekkjum á viðkomandi tölur og annað efni á vef embættisins.

Ritstjóri ársskýrslunnar er Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir.
Ársskýrslan er eingöngu gefin út rafrænt.

Skoða nánar: Ársskýrsla embættis landlæknis 2020 (PDF)

Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir
vef- og útgáfustjóri

<< Til baka