16.06.21

Stafrænt COVID-19 vottorð frá New York fylki - Excelsior Pass

Hafið er tilraunaverkefni á landamærum Íslands að taka á móti Excelsior vottorði frá farþegum sem fljúga frá New York. Excelsior vottorðið er stafrænt vottorð þróað af New York fylki í samvinnu við IBM. New York búar geta sótt sér vottorðið til að staðfesta COVID-19 bólusetningu og rannsóknarniðurstöður.

Niðurstöður tilraunaverkefnisins verða hugsanlega notaðar til að gera Íslandi kleift að taka á móti frekari heilsufarsvottorðum frá IBM.

Stafræna Excelsior vottorðið er einföld og örugg leið til að deila upplýsingum um COVID-19 bólusetningu eða rannsóknarniðurstöðum frá traustum útgefanda. Einstaklingar geta annað hvort prentað út vottorðið eða geymt það í farsíma.

Hvert vottorð inniheldur öruggan QR kóða sem staðfestir upplýsingar einstaklings og verður skannaður á Íslandi í landamærakerfi sem Origo þróaði vegna COVID-19.

Athugið að skv. núverandi reglum, og a.m.k. til 1. júlí, þurfa allir farþegar að fara í PCR-próf vegna COVID-19 við komuna til landsins.

Sjá einnig: https://covid19vaccine.health.ny.gov/excelsior-pass

[English]

Sóttvarnalæknir

<< Til baka