19.05.21

Eyðublað fyrir umsókn um rekstrarleyfi neyslurýmis

Á vef embættis landlæknis er nú að finna eyðublað fyrir umsókn um rekstrarleyfi neyslurýmis, þar sem boðið er upp á skaðaminnkandi úrræði og heilbrigðisþjónustu. Sveitarfélög, sem hyggjast hefja starfsemi neyslurýmis, skulu sækja um rekstrarleyfi til embættis landlæknis í samræmi við 4. gr reglugerðar um neyslurými nr. 170/2021.

Sveitarfélagi er óheimilt að hefja starfsemi neyslurýmis, nema leyfi embættis landlæknis liggi fyrir. Embætti landlæknis er heimilt að veita leyfið til takmarkaðs tíma og með öðrum skilyrðum, sem embættið telur við eiga. Óheimilt er að breyta forsendum sem liggja til grundvallar starfsleyfinu, nema að fengnu samþykki embættis landlæknis.

Leyfisveitingateymi

<< Til baka