17.05.21

Bólusetningar við COVID-19 í viku 20, 17. – 23. maí

Vikuna 17. – 23. maí verða um 24 þúsund einstaklingar bólusettir hér á landi með öllum fjórum tegundum bóluefna. Samtals fá um 12 þúsund bóluefni Pfizer, skiptist jafnt í fyrri og seinni bólusetningu. Einnig fá um 7 þúsund bólusetningu með bóluefni Moderna, bólusett verður með 4 þúsund skömmtum af Janssen bóluefninu og um 1500 einstaklingar fá bóluefni AstraZeneca.

Nánar um bólusetningar á covid.is  og á vef embættis landlæknis.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka