12.05.21

Um áframhaldandi notkun Vaxzevria (COVID-19 bóluefni Astra Zeneca) hjá körlum

Ákveðið hefur verið að nota bóluefni Astra Zeneca fyrir karla fædda 1981 og fyrr ef ekki eru til staðar ákveðnir áhættuþættir bláæðablóðsega.

Einstaklingar sem hafa sjálfir sögu um bláæðablóðsega eða aðra skráða áhættuþætti fyrir segamyndun skv. ofangreindu sem fá boð í þetta bóluefni þurfa að hafa samband við heilsugæsluna sem staðfestir sjúkdómssöguna og leiðbeinir um framhaldið.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka