20.04.21

Sóttvarnalæknir hvetur alla til að forðast hópamyndanir

Í ljósi hópsmita og aukinnar útbreiðslu COVID-19 undanfarna daga sem einkum hefur sést í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu, vill sóttvarnalæknir hvetja alla til að huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og forðast allar hópamyndanir.

Rúmlega 50 smit hafa greinst síðustu daga sem tengjast leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og vill sóttvarnalæknir hvetja aðila skólakerfisins sérstaklega til að forðast sem mest allar hópamyndanir og blöndun milli hópa. Einnig er ástæða til að minna alla á, sem finna til einkenna sem bent geta til COVID-19, að halda sig til hlés og fara í sýnatöku.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka