12.04.21

Þér kann að vera hætta búin - Fræðslubæklingur

Gefinn hefur verið út fræðslubæklingurinn „Þér kann að vera hætta búin“, sem fjallar um róandi lyf og svefnlyf. Bæklingurinn fræðir um lyfin og  hjálpar einstaklingum að meta í samvinnu við heilbrigðisstarfsmenn, hvort þeir geti fetað veg að betri heilsu og hafið niðurtröppun róandi lyfja eða svefnlyfja.

Bæklingurinn er afrakstur rannsóknarvinnu The Canadian Deprescribing Network sem nefndist EMPOWER - Eliminating Medications Through Patient Ownership of End Results.

Bæklingurinn var prófaður sem tæki til að draga úr notkun róandi lyfja og svefnlyfja, þ.e. benzódíazepínum og svo nefndum Z-lyfjum. Niðurstöðurnar studdu notkun hans sem hjálpartæki í í samtali heilbrigðisstarfsmanns og sjúklings um niðurtröppun lyfjanna.

Elín Ingibjörg Jacobsen lyfjafræðingur og Guðlaug Þórsdóttir lyf- og öldrunarlæknir þýddu og staðfærðu bæklinginn með leyfi frá The Canadian Deprescribing Network og Dr. Cara Tannenbaum, í samvinnu við embætti landlæknis og með styrk frá Lyfjafræðingafélagi Íslands.

Bæklingurinn hefur verið birtur á heimasíðu Byltuvarna Landspítala, á heimasíðu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu og nú einnig á heimasíðu embættis landlæknis.

 

<< Til baka