15.03.21
Bólusetningar við COVID-19 í viku 11, 15.-21. mars
Um 6000 einstaklingar verða bólusettir í vikunni. Bólusett verður í aldurshópnum 70-79 ára.
Af þeim fá 4600 bóluefni frá Pfizer annað hvort fyrri eða seinni bólusetninguna. Þrettán hundruð fá seinni bólusetningu með Moderna bóluefni.
Bólusetningum með AstraZeneca hefur verið frestað tímabundið.
Nánar um bólusetningar á covid.is og á vef embættis landlæknis.
Sóttvarnalæknir