22.02.21
Bólusetningar við COVID-19 í viku 8, 22. – 28. febrúar
Í viku 8, 22. – 28. febrúar verða tæplega 6 þúsund einstaklingar bólusettir.
Samtals 3510 skömmtum af bóluefni frá Pfizer verður dreift um landið. Um 2200 einstaklingar fá bólusetningu 2, en 1300 fá fyrri bólusetningu. Í þessum hópum eru bæði aldraðir og starfsmenn heilbrigðisstofnana.
2400 skömmtum af bóluefni frá AstraZeneca verður dreift um allt land og verður haldið áfram að bólusetja starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila.
Sóttvarnalæknir