09.02.21

Notkun nikotíns í nútímasamfélagi - Morgunverðarfundur

Morgunverðarfundur Náum áttum, "Notkun nikotíns í nútímasamfélagi"  verður haldinn miðvikudaginn 10. febrúar, á netinu kl. 08:15-10:00.

Fjallað verður um nikótín, rafsígarettur, tóbak og löggjöfina varðandi það.

Embætti landlæknis, Rannsókn og greining ásamt Neytendastofu verða m.a. með erindi á fundinum.

Upplýsingar og skráning á vef Náum áttum.

Fundarstjóri verður Rafn M. Jónsson verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis.

Náum áttum er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál. Hópinn mynda fulltrúar nokkurra stofnana og félagasamtaka sem vinna að forvörnum, velferð, vernd og mannréttindum barna.

Þeir eru; Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frítímaþjónustu FFF, Barnaverndarstofa, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Reykjavíkurborg, Vímulaus æska / Foreldrahús, IOGT á Íslandi, Heimili og skóli, Þjóðkirkjan, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Samband íslenskra sveitarfélaga og Umboðsmaður barna

<< Til baka