29.01.21

Skýrsla starfshóps heilbrigðisráðuneytisins um heilsueflingu aldraðra komin út

Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að móta tillögur um heilsueflingu aldraðra hefur skilað skýrslu með tillögum sínum. Starfshópnum var falið að fjalla um fyrirkomulag samstarfsverkefna á sviði heilsueflingar sem gera öldruðum kleift að búa í heimahúsum eins lengi og kostur er. Sérstaklega skyldi horft til samstarfs og verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga, en heilsuefling er mikilvægur þáttur í stuðningi við sjálfstæða búsetu og önnur lífsgæði aldraðra. Leiðarljósið í vinnu starfshópsins var að finna leiðir í þessum efnum sem eru til þess fallnar að auka lífsgæði aldraðra og stuðla að auknum lífslíkum við góða heilsu. Meðal annars er lagt til að efla þá samstarfsvettvanga sem þegar eru til staðar á milli ríkis og sveitarfélaga um heilsueflingu og forvarnir, þar með talið starf Heilsueflandi samfélags.

<< Til baka