27.01.21

Um undanþágur frá skimun og sóttkví á landamærum vegna vinnuferða

(English below)

Samkvæmt 9. grein reglugerðar nr. 18/2021 um sóttkví, einangrun og sýnatöku á landamærum er sóttvarnalækni áfram heimilt að veita undanþágur frá kröfu um skimun og sóttkví til handa heilbrigðisstarfsmönnum, starfsfólki lögreglu og þeim sem sinna flutningum á vörum og þjónustu sem fylgja leiðbeiningum sóttvarnalæknis í vinnuferð. Vegna breyttra aðstæðna með tilkomu bólusetningar verða felldar úr gildi allar undanþágur sem veittar voru til handa þessum hópum á árinu 2020.

Þeir aðilar sem hafa lokið bólusetningu við COVID-19 sýna bólusetningaskírteini úr Heilsuveru við komuna til landsins í stað undanþágubréfs sóttvarnalæknis.

Eftir endurskoðun gildissviðs undanþága og leiðbeininga sóttvarnalæknis vegna vinnuferða þeirra sem ekki hafa verið bólusettir verða gefin út ný undanþágubréf til handa þeim sem uppfylla skilyrði sóttvarnalæknis fyrir áframhaldandi undanþágu eftir vinnuferðir.

Sóttvarnalæknir

 

Regarding exemptions from screening at the border and quarantine after work-related travel

According to art. 9 of regulation nr. 18/2021 regarding quarantine, isolation and testing for COVID-19 at the Icelandic border the Chief Epidemiologist retains the authority to issue exemptions from screening and quarantine for health care workers, police and workers involved in transport of goods or services who follow the instructions of the chief epidemiologist while travelling abroad for work. Due to changed circumstances with the initiation of COVID-19 vaccination in Iceland, all exemptions issued in 2020 are no longer valid.

Those who have completed COVID-19 vaccination in the EU/EEA should carry a government issued vaccination certificate to present at the border instead of an exemption letter issued by the Chief Epidemiologist.

Once the terms of exemptions and instructions of the Chief Epidemiologist for infection control have been reviewed, exemptions may be re-issued to unvaccinated individuals who meet the criteria for continued exemption according to the Chief Epidemiologist.

Chief Epidemiologist for Iceland

<< Til baka