13.11.20

Ársskýrsla sóttvarna og farsóttaskýrsla 2019 með sögulegum upplýsingum

Sóttvarnalæknir hefur gefið út á vef embættisins skýrslu um tilkynningarskylda smitsjúkdóma árið 2019 ásamt yfirliti um starfsemi sóttvarnalæknis á árinu.

Í skýrslunni er fjallað um ýmsa smitsjúkdóma á Íslandi á árinu og þeir bornir saman við faraldsfræði þeirra fyrr á árum.

Í skýrslunni má einnig finna margvíslegan fróðleik um einstaka smitsjúkdóma á Íslandi áratugi aftur í tímann og þann árangur sem náðst hefur með ýmsum aðgerðum til að halda þeim í skefjum, m.a. með bólusetningum. Þá er einnig fjallað um sýklalyfjanotkun, bólusetningar og sýkingar í tengslum við veitingu heilbrigðisþjónustu.

Skýrslan er eingöngu gefin út í rafrænni útgáfu.

Lesa nánar: Ársskýrsla sóttvarna og farsóttaskýrsla 2019 (pdf)

Sóttvarnalæknir

<< Til baka