22.06.20

Starfsáætlun 2020-2021 er komin út

Starfsáætlun Embættis landlæknis fyrir árin 2020-2021 er komin út á vef embættisins.

Í starfsáætluninni eru settar fram helstu áherslur í fjölbreyttu starfi embættisins fram til ársins 2021. Aðaláherslur eru settar fram á fjórum meginsviðum og undir þeim skilgreindar aðgerðir ársins. Þessi verkefni snerta þjónustu embættisins við almenning, fagfólk og stjórnvöld og allt innra starf þess.

Jafnframt er birtur listi yfir 20 mælikvarða til að meta stöðu lykilverkefna í árslok 2020 og 2021. Starfsáætlunin er vegvísir í daglegu starfi embættisins og mælikvarði á árangur þess.

Opna Starfsáætlun 2020-2021

Hér má finna fyrri starfsáætlanir og stefnu Embættis landlæknis á ýmsum sviðum.

<< Til baka