12.05.20

Mælingar mótefna gegn SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19

Mat sóttvarnalæknis á útbreiðslu mótefna gegn SARS-CoV-2: Hafin er söfnun blóðsýna til að meta útbreiðslu mótefna gegn SARS-CoV-2 í íslensku samfélagi. Í þessu verkefni er aðeins safnað sýnum frá einstaklingum sem koma í blóðrannsóknir af öðrum ástæðum sem stendur. Ekki er verið að safna sýnum frá einstaklingum sem ekki hafa aðra ástæðu til blóðtöku á þessu stigi.

Mótefnamælingar fyrir einstaklinga sem telja sig hafa fengið COVID-19: Sýkla- og veirufræðideild Landspítala er byrjuð að mæla mótefni gegn veirunni og er farin að taka á móti blóðsýnum, en beiðni þarf þá að koma frá lækni.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka