24.04.20

Drög að breytingum á reglugerð um Skráargatið til umsagnar

Birt hafa verið drög að breytingum á reglugerð um Skráargatið í Samráðsgátt stjórnvalda. Í þessari endurskoðun á reglugerð um Skráargatið var sjónum beint að tilbúnum réttum og jurtavörum. Fyrirhugaðar breytingar þýða að hægt er að merkja fleiri vörur með Skráargatinu um leið og þær tryggja að Skráargatið styðji við ráðleggingar um mataræði. Breytingarnar einfalda einnig viðmiðin fyrir Skráargatið. Einnig er gerð smávægileg breyting á Skráargatinu.

Frestur til að skila inn umsögn er til 7. maí 2020.

Skráargatið er samnorrænt, opinbert merki sem finna má á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði um samsetningu næringarefna. Markmiðið með Skráargatinu er að auðvelda neytendum að velja hollari matvöru á einfaldan og fljótlegan hátt.

Nánar um Skráargatið  

 

Hólmfríður Þorgeirsdóttir
verkefnisstjóri næringar

<< Til baka