18.02.20

Úttekt embættis landlæknis á Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA)

Sjá stærri mynd

Embætti landlæknis hefur lokið úttekt á Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA), sjá úttektarskýrslu. Úttektin tók til atriða er varða stefnumörkun, stjórnun, vinnubrögð starfsfólks, gæðastarf og öryggismenningu, mönnun, húsnæði og aðbúnað. Úttektin náði ekki til hjúkrunarheimila.

Meginhlutverk HSA er að veita íbúum Austurlands og öðrum sem þar dvelja aðgengilega og eftir megni samfellda og alhliða heilbrigðisþjónustu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar, heilsuverndar og sálfræðiþjónustu sem og almenna sjúkrahúsþjónustu. Vilji er til þess að vinna enn frekar að heilsueflingu Þá hefur verið unnið að því að gera HSA að meiri einingu og styrkja heilsueflingu starfsfólks. Fjarlægðir og samgöngur innan svæðisins setja starfseminni ákveðnar skorður en ýmsar umbætur hafa verið gerðar hvað aðgengi að þjónustu, en mönnun lækna er áhyggjuefni. Með tilkomu fjarheilbrigðisþjónustu mun aðgengið aukast. Aðkoma HSA að Austurlandslíkaninu er jákvæð svo og aukin samvinna milli mismunandi fagaðila innan umdæmisins.

Helstu ábendingar embættisins að lokinni úttekt eru:

  • Tryggja að fyrirliggjandi innleiðingaráætlun á fjarheilbrigðisþjónustu verði fylgt og full notkun verði tryggð á þessu ári.
  • Efla heilsuvernd, forvarnir og snemmtæka íhlutun einkum er varðar sálfélagslega þjónustu við börn og ungmenni.
  • Styrkja mönnun og samfellda þjónustu lækna.
  • Fullmanna þverfaglegt geðheilsuteymi fyrir börn, unglinga og fullorðna.

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, netfang: kjartanh@landlaeknir.is

<< Til baka