30.01.20

Brexit - Óbreytt réttindi a.m.k. til áramóta hvað varðar viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi

Bretland mun ganga úr ESB/EES á morgun, 31. janúar nk. á grundvelli útgöngusamnings við ESB. Utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein hafa undirritað samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu.

Samningurinn tryggir m.a. að Íslendingar sem búa í Bretlandi eða flytja þangað fyrir lok hins svokallaða aðlögunartímabils geta verið þar áfram og að réttindi þeirra verði í öllum grundvallaratriðum óbreytt. Þetta á einnig við um breska ríkisborgara sem búa á Íslandi.

Í samningnum er einnig að finna ákvæði um tengd réttindi sem varða til að mynda almannatryggingar og viðurkenningu á menntun og hæfi. Svokallað aðlögunartímabil gildir til loks þessa árs.

Sjá frekar 

Samningur vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu undirritaður

og eldri frétt á vef landlæknis: Starfsréttindi heilbrigðisstarfsmanna í kjölfar Brexit

 

<< Til baka