03.10.19

Óskum eftir að ráða sviðsstjóra eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sviðsstjóra eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu. Verkefni sviðsins eru margþætt. Þar má nefna eftirlit með heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstarfsmönnum, gæðaþróun heilbrigðisþjónustu, umsjón með veitingu starfsleyfa og sérfræðileyfa heilbrigðisstétta, umsjón með veitingu rekstrarleyfa í heilbrigðisþjónustu, eftirlit með lyfjaávísunum og lyfjanotkun, umsýsla kvartana almennings vegna heilbrigðisþjónustu og rannsókn alvarlegra atvika. Þá sinnir sviðið lögfræðilegum málefnum embættisins. Leitað er að einstaklingi sem hefur stjórnunarhæfileika og metnað til að þróa framsækið og heilsueflandi vinnuumhverfi. Starfið felur í sér fjölbreyttar áskoranir til að ná markmiðum embættisins.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sviðsstjóri hefur yfirumsjón með starfsemi, stjórnun og rekstri sviðsins sem felur m.a. í sér:

 • Verkstjórnun og yfirsýn sbr. ofangreind verkefni
 • Úrvinnsla einstakra mála
 • Mannauðsstjórnun í samstarfi við mannauðsstjóra
 • Fjármálastjórnun og áætlanagerð í samstarfi við fjármálastjóra
 • Stefnumótun sviðs og embættis
 • Önnur verkefni að beiðni landlæknis

Hæfnikröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsnám er kostur
 • Þekking og reynsla á sviði stjórnunar er skilyrði
 • Þekking og reynsla innan heilbrigðisþjónustu er skilyrði
 • Þekking á sviði stjórnsýslu er skilyrði
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku, gjarnan vald á einu Norðurlandamáli
 • Jákvæðni og framúrskarandi lipurð í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Sótt er um starfið á Starfatorgi.

Upphafsdagur starfs er samkomulagsatriði. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá, auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðningi fyrir hæfi ásamt sýn á starfið. Ákvörðun um ráðningu verður tekin út frá innsendum gögnum og viðtölum. Embættið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Embætti landlæknis áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.10.2019

Nánari upplýsingar veitir

Þórgunnur Hjaltadóttir - thorgunnur@landlaeknir.is - 825-5136
Alma Dagbjört Möller - mottaka@landlaeknir.is - 510-1900


Landlæknir

<< Til baka