11.09.19

Lyfjatengd andlát á Íslandi eftir aldri á árunum 2014-2018

Í ljósi umræðu um lyfjatengd andlát hér á landi, er hér birt yfirlit yfir fjölda lyfjatengdra andláta eftir aldursflokkum á árunum 2014-2018, það er þar sem lyfjanotkun var skráð sem dánarorsök í dánarmeinaskrá.

Eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu voru 2 andlát ungmenna yngri en 20 ára sem rekja má til misnotkunar lyfja á árinu 2018. Þegar horft er á ungmenni yngri en 25 ára þá voru samtals 6 lyfjatengd andlát í þeim hópi árið 2018. Heildarfjöldi ungs fólks undir þrítugu sem lést af völdum lyfja var 11 árið 2018 (sjá töflu).

Hvert einasta lyfjatengt andlát er einu of mikið. Það er því mikilvægt að við sem samfélag gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir þau. Við þurfum að vinna saman að því að lyf séu notuð á réttan hátt og í samræmi við ráðleggingar lækna.

Rannsóknir sýna að tæplega 11% grunnskólanema í 10. bekk hafa tekið svefntöflur eða róandi lyf sem ekki var ávísað á þau og 1.5% hafa reynt örvandi lyf   sem ekki voru þeim ætluð. Þá hafa um 20% fólks í grunnnámi í Háskóla Íslands notað örvandi lyf, án þess að hafa fengið þeim ávísað frá lækni.

Embætti landlæknis vill sem fyrr vara við hvers kyns notkun lyfja sem viðkomandi hefur ekki fengið ávísað af lækni, en nánar er fjallað um þessi mál hér.

Fjöldi lyfjatengdra andláta eftir aldri og ári 2014-2018

Aldur

2014

2015

2016

2017

2018

<15

0

0

0

0

0

15-19

1

1

2

0

2

20-24

1

0

4

1

4

25-29

4

3

1

5

5

30-34

1

2

4

6

3

35-39

3

5

5

6

5

40-44

0

3

2

4

1

45-49

3

3

1

1

4

50-54

4

2

1

0

4

55-59

2

3

2

2

3

60-64

4

5

2

1

4

65-69

0

1

0

2

3

70-74

0

1

1

1

1

75-79

0

1

0

1

0

80+

2

0

0

0

0

Alls

25

30

25

30

39

 Landlæknir

<< Til baka