10.09.19

Bið eftir hjúkrunarrými á fyrri hluta ársins 2019

Sjá stærri mynd

Embætti landlæknis hefur tekið saman tölur um bið eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými á fyrri hluta ársins 2019.

Hjúkrunarrými á Íslandi – biðlistar og biðtími. Samantekt á fyrri hluta ársins 2019

Í samantektinni má sjá að biðlisti hefur lengst umtalsvert frá árinu 2014 og náði hámarki í lok árs 2018 en hefur heldur styst það sem af er ári. Lítil fjölgun varð á hjúkrunarrýmum á landsvísu á síðustu 10 árum. Árið 2017 fækkaði rýmum og ekkert hjúkrunarrými bættist við árið 2018.

Ný hjúkrunarrými hafa þegar jákvæð áhrif

Á árinu 2019 hafa ný hjúkrunarrými hins vegar verið opnuð á höfuðborgarsvæðinu og sú fjölgun virðist þegar hafa haft jákvæð áhrif á fjölda á biðlista. Þá er áætlað að opna fleiri rými á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.

Um helmingur þeirra sem fengu hjúkrunarrými á fyrri hluta ársins beið lengur en 90 daga. Það hlutfall þarf að skoða betur í lok árs til að meta áhrif af opnun nýrra rýma sem virðist hafa skilað sér í fækkun á biðlista.

Fjallað er sérstaklega um hvert heilbrigðisumdæmi fyrir sig í samantektinni.

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, netfang kjartanh@landlaeknir.is 

<< Til baka