11.07.19

Fjögur börn greindust í dag með E. coli sýkingu

Í dag 11.7.2019 var staðfest E. coli STEC sýking hjá fjórum börnum en 27 sýni voru rannsökuð m.t.t. STEC í dag. Börnin eru á aldrinum 14 mánaða til 4 ára. Faraldsfræðilegar upplýsingar hjá þessum börnum liggja ekki fyrir á þessari stundu.

Alls hafa því 16 börn verið greind með E. coli sýkinguna.

Um þriðjungur starfsmanna í Efstadal voru einnig rannsakaðir í dag og greindist enginn með bakteríuna.

Ofangreind börn munu fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins.

Sóttvarnalæknir

<< Til baka