21.06.19

Ársskýrsla 2018 er komin út

Ársskýrsla Embættis landlæknis fyrir árið 2018 er komin út á vef embættisins.

Þetta er fyrsta ársskýrslan sem Alma D. Möller, landlæknir undirritar en hún tók við embættinu þann 1. apríl 2018. Í inngangi ársskýrslunnar segir hún meðal annars; „Ljóst er að heilbrigðiskerfi okkar og sambærilegra þjóða standa frammi fyrir miklum áskorunum. Eftirspurn eftir þjónustu fer vaxandi, mönnun reynist erfið og meðferð verður sífellt flóknari. Þá eru ótaldar þær ógnir sem stafa af loftslagsbreytingum og sýklalyfjaónæmi. Ljóst er að bregðast þarf við með víðtækum hætti“.

Í ársskýrslunni er fjallað um aðaláherslur starfsáætlunar 2017–2018 og hvernig tókst að framfylgja þeim á árinu 2018 auk þess sem greint er frá helstu viðfangsefnum ársins. Mjög hefur dregið úr birtingu talnaefnis í ársskýrslunni. Þess í stað er vísað með hlekkjum á viðkomandi tölur og annað efni á vef embættisins.

Ritstjóri ársskýrslunnar er Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir.

Ársskýrslan er eingöngu gefin út rafrænt.

Skoða nánar: Ársskýrsla Embættis landlæknis 2018 (PDF)

Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir
útgáfu- og vefstjóri

<< Til baka