07.06.19

Lýðheilsuvísar Reykjavíkurborgar kynntir og samingur um Heilsueflandi samfélag endurnýjaður

Sjá stærri mynd

Lýðheilsuvísar Reykjavíkurborgar voru kynntir í fyrsta sinn í dag. Þeir byggja á lýðheilsuvísum Embættis landlæknis en til viðbótar hefur borgin skilgreint fleiri vísa sem snúa m.a. að skipulagi, samgöngum og loftslagsmálum. Við sama tækifæri var fyrra samkomulag um Heilsueflandi samfélag í Reykjavík, frá árinu 2013 endurnýjað þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Sigíður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Alma D. Möller landlæknir undirrituðu samning þess efnis. Heilsugæslan kemur ný inn í samstarfið.

Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að vinna með markvissum hætti að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Með innleiðingu Heilsueflandi samfélags vinna sveitarfélög einnig að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Nánar um Heilsueflandi samfélag

Nánar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Gígja Gunnarsdóttir
verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags

<< Til baka